Miðvikudagurinn 28. september
Jæja gott fólk. Mættur á ný. hef ekki krotað neitt rafrænt núna síðan 24.sept.
Tölvan mín hreinlega dó í morgun og það rann heitt hland milli skinns og skálmar. Hún bara hreinlega virkaði ekki. Eftir mikið japl, jaml og fuður fann ég út að harði diskurinn hafði losnað inni í fartölvunni. Ekki gott, en núna virkar vélin eins og áður og gleðin skein úr augum mínum og ekki síður heyrðist hamingjuandvarp í kreditkortinu mínu.
Síðustu helgi fór ég og heimsótti Ingu Freyju, Palla og krúttlegu krílin þeirra Ernu og Egil. Við áttum yndislegan dag...sjá myndir á eftir... Ég fékk hrikalega góða köku hjá henni Ingu Freyju og verður hún lengi í minnum höfð.
Krökkunum fannst tilvalið að taka íslenska snúða með í heimsóknina þannig að við fórum í bakaríið rétt hjá mér og keyptum nokkra slíka.
Vikan byrjaði svona þokkalega. Ég mætti upp í skóla og var bara nokkuð duglegur í bókunum. Fór svo í ræktina og svo kíkti ég til Sólrúnar og setti upp forrit á tölvuna hennar sem nýtist henni í skólanum. Í staðinn fékk ég þetta fína lasagna. Virkilega gott.
Í gær fórum við svo saman með Dísu og keyptum handa henni hamstur. Alexander fékk slíkan fyrir helgi og nú var komið að Dísu.
Ég er bara mest hræddur um að litli skæruliðinn eigi nú eftir að valda þessum litlum greyjum einhverri veraldarkrísu. Það kemur í ljós.
Í dag hef ég verið í tíma í stjórnun og verið bara virkilega gaman, fyrir utan að ég var á tímabili alveg að sofna en það er nú kannski af því ég fór ansi seint að sofa í gær.
Ég smelli nokkrum myndum hér á eftir.
Heyrumst.
Arnar Thor
Tölvan mín hreinlega dó í morgun og það rann heitt hland milli skinns og skálmar. Hún bara hreinlega virkaði ekki. Eftir mikið japl, jaml og fuður fann ég út að harði diskurinn hafði losnað inni í fartölvunni. Ekki gott, en núna virkar vélin eins og áður og gleðin skein úr augum mínum og ekki síður heyrðist hamingjuandvarp í kreditkortinu mínu.
Síðustu helgi fór ég og heimsótti Ingu Freyju, Palla og krúttlegu krílin þeirra Ernu og Egil. Við áttum yndislegan dag...sjá myndir á eftir... Ég fékk hrikalega góða köku hjá henni Ingu Freyju og verður hún lengi í minnum höfð.
Krökkunum fannst tilvalið að taka íslenska snúða með í heimsóknina þannig að við fórum í bakaríið rétt hjá mér og keyptum nokkra slíka.
Vikan byrjaði svona þokkalega. Ég mætti upp í skóla og var bara nokkuð duglegur í bókunum. Fór svo í ræktina og svo kíkti ég til Sólrúnar og setti upp forrit á tölvuna hennar sem nýtist henni í skólanum. Í staðinn fékk ég þetta fína lasagna. Virkilega gott.
Í gær fórum við svo saman með Dísu og keyptum handa henni hamstur. Alexander fékk slíkan fyrir helgi og nú var komið að Dísu.
Ég er bara mest hræddur um að litli skæruliðinn eigi nú eftir að valda þessum litlum greyjum einhverri veraldarkrísu. Það kemur í ljós.
Í dag hef ég verið í tíma í stjórnun og verið bara virkilega gaman, fyrir utan að ég var á tímabili alveg að sofna en það er nú kannski af því ég fór ansi seint að sofa í gær.
Ég smelli nokkrum myndum hér á eftir.
Heyrumst.
Arnar Thor
Ummæli